Færsluflokkur: Bloggar

Ný heimasíða

 

Hrafnhildur er búin að fá sér nýja heimasíðu, slóðin er http://hrafnhilduringa.com

Verið velkomin


Um Hrafnhildi Ingu Sigurðardóttir

 

 

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir er fædd að Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð

og ólst þar upp. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1978 og 1979, Myndlista og handíðaskóla Íslands, nú Listaháskóla Íslands,

1980-1984 og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Árin 1999 og 2000 bætti hún við sig námi í olíumálun í Myndlistarskóla Kópavogs. Ennfremur dvaldi hún í listamannaíbúð Skandinaviska Foreningen í Róm haustið 2004 og lista og fræðimannsíbúðinni á Skriðuklaustri vorið 2006 og sumarið 2008.

 

Vatn kemur fram í flestum myndum Hrafnhildar Ingu, ef ekki foss, þá á, lækur, gjá eða stórhættulegt kviksyndi sem lætur lítið yfir sér. Hún málar dumbunginn, lægðirnar, rokið og rigninguna en oft læðist örlítið ljósbrot með eins og til að minna á að það skiptast á skin og skúrir eins og í lífinu sjálfu

 

Einkasýningar:

 

Gallerí Skúlagata Fyrstu leitir 2002

Hús málaranna Utanskerja 2004

Gallerí Ormur Útsuður 2004

Ketilhúsið Landshorn 2005

Hafnarborg Landbrot 2007

Skriðuklaustur Landsýn 2007

Start Art Í forsal vinda 2008

Gallery Ormur Landsmót 2008

 

Samsýningar:

 

Skriðuklaustur Fjallið Snæfell 2005

Gullkistan 2005

Galeriazero Barcelona 2005-2006

More North Gallery New York 2008

Stígamót 2008

Garðatorg 2009

 

Listamaður mánaðarins í Gallerí Lind í apríl 2007 og sýningar á Hótel Rangá árin 2003 og 2007.

 

Nánari upplýsingar má fá á vef Sambands íslenskra myndlistarmanna www.umm.is og ennfremur er Hrafnhildur Inga með myndir til sýnis og sölu í Galleri List Skipholti 50 A www.gallerilist.is

 

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir Smáraflöt 49 210 Garðabæ og

Sámsstaðabakka Fljótshlíð 861 Rangárþingi eystra.

Sími: + 354 821 3993 + 354 565 + 354 487 8145 Fax: + 354 565 7365

Netfang: hrafnhilduringa@gmail.com

 

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband